Fréttir

Heimavellir ofmetnir um fimm milljarða

„Maður áttar sig ekki á hvaða hagsmuni verkalýðsleiðtogar bera fyrir brjósti í þessum efnum.“

By Miðjan

July 27, 2018

Ekki er loku fyrir það skotið að leigufélagið Heimavellir verði leyst upp. Bókfært eigið fé Heimavalla er fimm milljörðum hærra en markaðsvirði félagsins. Þetta kemur fram í Mogganum í dag.

Þar er rætt við Snorra Jakobsson, hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, sem skilur ekki  að verkalýðsforingjar bendi á hversu leiguverð hefur hækkað mikið, einkum hjá leigufyrirtækjum einsog Heimavöllum.

Snorri þess bendir á það sem honum þykur mikil þversögn í umræðu um leigufélögin á markaðnum. Verkalýðsleiðtogar gagnrýni félögin fyrir meinta gróðahyggju, en ljóst sé að ef félögunum fatist flugið, þá myndi leiguíbúðum fækka og leiguverð hækka. „Maður áttar sig ekki á hvaða hagsmuni verkalýðsleiðtogar bera fyrir brjósti í þessum efnum.“

Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í maí og voru hlutabréfin boðin fjárfestum á genginu 1,38- 1,71 í frumútboði. „Niðurstaða útboðsins var hinsvegar talsvert lægri og hefur gengi bréfanna lækkað síðan og stendur nú í 1,18. Miðað við það er markaðsvirði félagsins um 13 milljarðar króna. Nýtt verðmat Capacent á félaginu hljóðar upp á gengið 1,64 krónur á hvern hlut.“