Í þættinum Heima er bezt á Hringbraut í kvöld verður fjallað um bókina Feiknstafir um Grím Thomsen, ráðgátan Grímur Thomsen. Sveinn Yngvi Egilsson og Þórir Óskarsson ritstýrðu bókinni.
Grímur var ekki einungis skáld. Hann var diplómat í utanríkismálum Dana, heimspekingur, stórbóndi og alþingismaður svo eitthvað sé nefnt.
Sveinn Yngvi er gestur þáttarins. Hann hefur sterka frásögn. Býr þættinum skemmtilegt líf. Heima er bezt er á dagskrá klukkan 19:00 og svo aftur klukkan 21:00. Lofa góðum þætti.
Þú gætir haft áhuga á þessum