Stjórnmál

Heil­brigðisþjón­usta Marteins Mos­dal

By Miðjan

May 13, 2021

Sigmundur Davíð hefur ýtt Miðflokknum af stað. Kosningabaráttan er hafin. Löng grein um marga málaflokka er í Mogganum í dag. Hér er einn kafli úr grein formanns Miðflokksins.

„Rík­is­stjórn­in vill frek­ar borga allt að þre­falt verð fyr­ir að senda sjúk­linga í aðgerðir á heil­brigðis­stofn­un­um er­lend­is en að leyfa sams kon­ar stofn­un­um á Íslandi að fram­kvæma aðgerðirn­ar og spara þannig pen­inga og létta und­ir með Land­spít­al­an­um. Sjálf­stæður rekst­ur virðist vera eit­ur í bein­um heil­brigðisráðherr­ans og þar með rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það er talið skárra að styrkja slík­an rekst­ur er­lend­is til að geta svelt hann hér á landi. Frjáls fé­laga­sam­tök sem ára­tug­um sam­an hafa gert sam­fé­lag­inu gríðarlegt gagn Krabba­meins­fé­lagið, SÁÁ os­frv. virðast nú einnig lit­in horn­auga af rík­is­vald­inu.“