Sigmundur Davíð hefur ýtt Miðflokknum af stað. Kosningabaráttan er hafin. Löng grein um marga málaflokka er í Mogganum í dag. Hér er einn kafli úr grein formanns Miðflokksins.
„Ríkisstjórnin vill frekar borga allt að þrefalt verð fyrir að senda sjúklinga í aðgerðir á heilbrigðisstofnunum erlendis en að leyfa sams konar stofnunum á Íslandi að framkvæma aðgerðirnar og spara þannig peninga og létta undir með Landspítalanum. Sjálfstæður rekstur virðist vera eitur í beinum heilbrigðisráðherrans og þar með ríkisstjórnarinnar. Það er talið skárra að styrkja slíkan rekstur erlendis til að geta svelt hann hér á landi. Frjáls félagasamtök sem áratugum saman hafa gert samfélaginu gríðarlegt gagn Krabbameinsfélagið, SÁÁ osfrv. virðast nú einnig litin hornauga af ríkisvaldinu.“