- Advertisement -

Heilbrigðiskerfið skapi ekki arðgreiðslur

Gunnar Smári skrifar:

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, hafnaði nýfrjálshyggju og einkavæðingu í ávarpi sínu á Ingólfstorgi: „Umræða um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu heldur áfram þrátt fyrir að það sé löngu ljóst að það er þvert á vilja þjóðarinnar. Almannaþjónustan á að vera rekin á þeim grunni að einstaklingar greiði inn eftir efnum og taki út eftir þörfum. Við sættum okkur ekki við samfélag þar sem hinir efnameiru geta keypt sér forgang á nauðsynlega þjónustu. Það er óásættanlegt að fjármunir sem verða til við þjónustu við sjúklinga renni í vasa einkaaðila með arðgreiðslum. Einkarekstur dregur ekki úr kostnaði hins opinbera. Stjórnvöld verða að efla heilbrigðiskerfið á félagslegum grunni en ekki á grundvelli hagnaðarsjónarmiða þeirra sem vilja standa í einkarekstri.“

-gse


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: