- Advertisement -

Heilbrigðiskerfið rekið með tilskipunum ráðherra – stjórnendur Landspítala hætti

„Ýmis mál eru í ólestri, svo sem leg­háls­skiman­ir og rann­sókn­ir á þeim sem voru flutt­ar til Dan­merk­ur, með slæm­um af­leiðing­um. Því miður virðist stefna stjórn­valda í heil­brigðismál­um vera sú að gefn­ar eru út til­skip­an­ir á efstu stöðum; skila­boð sem virðist eiga að fylgja umyrðalaust. Sjón­ar­mið lækna hafa ekki skilað sér til stjórn­valda. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra.“

Þetta segir Theódór Skúli Sigurðsson, sem er í forsvari nærri eitt þúsund lækna, sem í síðustu viku af­hentu full­trú­um heil­brigðisráðuneyt­is­ins und­ir­skrift­ir sín­ar, þar sem skorað er „á stjórn­völd að axla ábyrgð á stöðunni í heil­brigðis­kerf­inu“. Það er Mogginn sem ræðir við Theódór Skúla.

Ef rétt er er staðan afleidd.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á Land­spít­ala er ómögu­legt að ganga lengra í sparnaði.

„Erfið staða á bráðadeild Land­spít­ala, svo sem mann­ekla og lang­ur biðtími sjúk­linga eft­ir þjón­ustu, hef­ur verið til um­fjöll­un­ar að und­an­förnu. Í þeim efn­um bend­ir Theó­dór á, að í heil­brigðis­kerf­inu hald­ist allt í hend­ur. Eng­in heild­stæð framtíðar­stefna sé í öldrun­ar­mál­um, þrátt fyr­ir mikla fjölg­un eldra fólks sem alltaf þarf marg­vís­lega þjón­ustu heilsu­gæslu og sjúkra­húsa,“ segir í Mogganum.

„Á Land­spít­ala er ómögu­legt að ganga lengra í sparnaði án þess að ör­yggi sé ógnað. Viðkvæmt jafn­vægi, fjár­veit­inga og sparnaðar, verður að tryggja. En góðu hlut­irn­ir; jú, greiðsluþátt­taka sjúk­linga í heil­brigðis­kerf­inu er minni en var og heilsu­gæsl­an hef­ur verið efld, svo hún var fær um að taka á móti álagi af völd­um kór­óna­veirunn­ar. Sama má segja um starf­semi spít­al­ans í far­aldr­in­um, en auðvitað geng­ur ekki eins og gerðist á fyrstu mánuðum Covid-tím­ans að stór­fyr­ir­tæki þurfi að hlaupa und­ir bagga við kaup á nauðsyn­leg­um tækja­búnaði, þótt slík­ur stuðning­ur sé vissu­lega mjög virðing­ar­verður.“

„Nú­ver­andi stjórn­end­ur Land­spít­al­ans hafa setið lengi, hið besta fólk sem vill vel, en nær ekki þeim ár­angri sem þarf. Maður fær á til­finn­ing­una núna að þeir séu al­gjör­lega ráðþrota gagn­vart vand­an­um og finni ekki nein­ar al­vöru lausn­ir sem haldi til lang­frama. Sé staðan þannig að ekki verði kom­ist lengra í sparnaði, þyrftu stjórn­end­ur að koma þeirri staðreynd til stjórn­valda. Nái þau skila­boð ekki í gegn, ætti stjórn Land­spít­al­ans að íhuga að segja sig frá verk­inu til að und­ir­strika mikla al­vöru máls­ins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: