- Advertisement -

Heilbrigðiskerfið bregst þeim fullkomlega

Örmagna og hjálparvana fjölskylda sér  ekki fram á að veikur maður með geðklofa muni fá þá hjálp sem hann þarf. Ítrekað verið vísað frá geðdeild. Gekk síðan berserksgang. Vonleysi íslenska heilbrigðiskerfsins virðist algjört.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir á Akureyri var í erfipu viðtali við fréttastofu Rúv fyrir fáum dögum. Tilefnið var vægast sagt ömurlegt og mikið er lagt á Jönu og hennar fjölskyldu. Vanmáttur heilbrigðiskerfisins virðist algjör. Vandanum er ýtt yfir á ættingar veiks manns.

Frétt Rúv hófst svo: „Maður í neysluvanda og greindur með geðklofa, hefur ítrekað verið sendur heim af Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að hafa beðið um að vera lagður inn á geðdeild. Fjölskylda mannsins er örmagna yfir skorti á úrræðum.“

Jana Salóme er systir mannsins, hún sagði: „Við biðum bara eftir að eitthvað drastískt myndi gerast, þá gengur hann berserksgang heima hjá sér og rústar öllu og á endanum er hringt í lögregluna og þeir færa hann niður á geðdeild og þannig kemst hann inn, sem er ótrúlega sorglegt því hann er búinn að reyna í marga marga daga að komast, inn og það þarf þetta til.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bróðir hennar hafði verið sendur heim af slysadeild, tvo daga í röð, með róandi lyf og með alvarlegar sjálfsvígshugsanir. Hann var greindur með geðklofa fyrir fjórtán árum og hefur verið í neyslu lengst af síðan. Á geðdeildinni á Akureyri eru aðeins tíu pláss og deildin fullnýtt flesta daga ársins.

Í tilvitnaðri frétt Rúv sagði  Helgi Garðar Garðarsson , forstöðulæknir geðdeildarinnar, að mikil þörf sé fyrir fíknigeðdeild á Akureyri. Og að ekki sé ráðlegt að setja fólk í neyslu á almenna geðdeild. Hann sagði ekki tækt að senda ungmenni landshluta á milli, eins og gert er núna, til að komast á fíknigeðdeild.

Jana sagði að laga þurfti kerfið í heild. „Þegar hann fór suður fékk hann þau skilaboð að hann ætti í raun að flytja lögheimili sitt þangað, því þar fengi hann meiri hjálp. Svo hefur maður líka heyrt það fyrir sunnan að þeir fá ekkert frekari hjálp þar þó úrræðin séu fleiri, þá eru náttúrulega fleiri sjúklingar,“ sagði hún.

 

Jana sagðist orðin bæði þreytt og uppgefin á ástandinu. „Þegar maður horfir upp á það að einhverjir starfsmenn og kerfið er bara búið að gefast upp, þá sér maður ekki mikla von sjálfur þegar maður er endalaust að klóra í bakkann og reyna að hjálpa honum eða koma honum inn, eða fá einhver úrræði fyrir hann,“ sagði Jana í viðtalinu við Rúv. Mikið hefur mætt á fjölskyldunni síðustu ár.

Fleiri eru í ámóta stöðu og mikil þörf er fyrir betri úrræði en þau sem boðið er upp á. Hún nefnir að bróðir hennar hafi verið inni á lokaðri geðdeild fyrir fólk með fíknivanda og síðan verið lagður inn á Klepp. Þegar dvöl hans þar lauk var engin eftirfylgni og allt hafi því fljótlega farið í sama farið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: