„Hér hafa margir nefnt kostnað. Ég vil þó ítreka það sem kom fram í framsöguræðu minni að sá kostnaður sem metinn hefur verið við þessa breytingu, þ.e. við stofnun nýrra ráðuneyta, er 450 millj. kr. auk 56 milljóna við nýjan ráðherra og tvo aðstoðarmenn, þannig að sá kostnaður liggur fyrir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir þegar rædd var breyting á ráðuneytunum.
Síðar í ræðunni sagði hún:
„Þá kem ég að öðrum punkti sem hefur verið nefndur hér og það er hversu vel málaflokkar eru til þess fallnir að flytjast á milli ráðuneyta. Hér hefur verið nefnt að vel færi á því að það væru þá heilar skrifstofur sem flyttust milli ráðuneyta. Ég get tekið undir það að það einfaldar flutning málaflokka. Um er að ræða heilar skrifstofur sem flytjast á milli ráðuneyta.“