- Advertisement -

Heiðveig María í hindrunarhlaupi Sjómannafélagsins

Svo er að skilja sem hindranir séu settar í götu framboðs Heiðveigar Maríu Einarsdóttir til stjórnar og formennsku í Sjómannafélagi Íslands. Framboð Heiðveigar hefur ekki enn fengið aðgang að félagsskrá Sjómannafélags Íslands.

Heiðveig María skrifar:

Þegar ég tók ákvörðun fyrir rúmi ári síðan að bjóða mig fram ásamt frábærum hópi af metnaðarfullu og duglegu flóki þá hvarflaði það aldrei að mér að vegferðin ætti eftir að verða eins farsakennd og nú liggur fyrir.

Fyrir tæpri viku síðan þá skiluðum við í annað sinnið inn lista frambjóðenda ásamt meðmælendalista hátt í 120 manns. Allir í framboðinu voru metnir löglegir af kjörstjórn svo og tilskyldur fjöldi meðmælenda.

Vikan á eftir hefur hins vegar einkennst af karpi við kjörstjórn um túlkun laga félagsins – en kjörstjórn hefur dæmt framboðið ógilt og óskað eftir lagfæringum á listanum sem og 100 meðmælendum AFTUR þar sem þeim þykir listinn ekki nógu dreifður og reyna að vísa í lög félagsins því til stuðnings. Því erum við ósammála og skorum því á kjörstjórn að endurskoða afstöðu sína.

Að þessu sögðu þá tel ég að þær eðlilegu félagslegu og lýðræðislegu leiðir sem venjulega er hægt að fara í öllum venjulegum og eðlilegum stéttarfélögum séu fullreyndar.

———-
Fyrir áhugasama er hér niðurstaða kjörstjórnar ásamt svari okkar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: