- Advertisement -

Hefur viljað takmarka eignarhald útlendinga

„Ég held að við náum ekki hámarksábata úr fiskeldinu nema hafa sterka umgjörð og eftirlit með því.“

Halla Signý Kristjánsdóttir.


Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, sagði þetta á Alþingi í lok síðustu viku:

„Undirrituð hefur ítrekað lagt fram tvær þingsályktunartillögur sem snúa að fiskeldi. Önnur snýr að því að bæta laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af greininni, endurskoðun sem felur í sér heildarbreytingu á gjaldtöku ríkis og sveitarfélaga af fiskeldi og skýrari heimildir um töku gjalda til að standa undir nauðsynlegri þjónustu ríkis og sveitarfélaga af sjókvíaeldi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í skýrslu ríkisendurskoðanda eru sterkar ábendingar um að mikilvægt sé að þessi endurskoðun fari þegar fram. Hins vegar lagði ég fram tillögu um eignarhald í fiskeldi sem hefur það að markmiði að koma fram með tillögur um hvernig takmarka megi samþjöppun eignarhalds á laxeldisleyfum og takmarka eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum líkt og gert er í sjávarútvegi. Eignarhald laxeldisfyrirtækja á Íslandi hefur þróast þannig að mikil samþjöppun hefur átt sér stað sem getur leitt til þess að fáein fyrirtæki verði alls ráðandi.

Ég held að við náum ekki hámarksábata úr fiskeldinu nema hafa sterka umgjörð og eftirlit með því.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: