- Advertisement -

Hefur Vg glatað eigin sjálfstæði?

- eða hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert það? Og hvað eru margir flokkar í ríkisstjórninni.

Marinó G. Njálsson.

Marinó G. Njálsson skrifaði: „Það klikkaða við stöðu stjórnmálanna, að Sjálfstæðisflokkurinn eykur alveg örugglega fylgi sitt með hverju orðinu sem kemur frá Bjarna, en fylgi VG hrynur eftir því sem flokkurinn kokgleypir þessi sömu orð oftar. Ég held raunar að VG sé ekki til lengur sem sjálfstæður flokkur, heldur sé hann orðinn hverfafélag innan Sjálfstæðisflokksins, þó raunar mörg slík hverfafélög séu sjálfstæðari í skoðunum sínum en VG.

Og meðan öllu þessu fer fram, þá man enginn lengur að það eru þrír flokkar í ríkisstjórninni.“

Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði að bragði:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Jón Magnússon.

Þú ert miklu merkilegri Marinó en að skrifa svona vitleysu. Að sjálfsögðu hefur VG sjálfstæða tilveru og sem betur fer er himinn og haf á milli VG og Sjálfstæðisflokksins. Þó flokkarnir séu í ríkisstjórn og verði sem slíkir að starfa saman þá þýðir það ekki að annar flokkurinn sé að kokgleypa hinn. Mér hefur aftur á móti fundist sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi kokgleypt allt of mikið af vitleysunni í VG. En sínum augum lítur hver á silfrið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: