- Advertisement -

Hefur Ríkisútvarpið tök á ráðherrunum

Davíð Oddsson.
„…sennilega án þess að það skili nokkrum árangri.“

Köldu hefur andað frá Hádegismóum til Ríkisútvarpsins. Davíð Oddsson virðist ekki láta af gagnrýni, eða umfjöllun sinni, um Ríkisútvarpið.

Í nýjum Staksteinum segir hann meðal annars vegna fyrirhugaðrar hækkunar á greiðslum til Ríkisútvarpsins: „Á sama tíma er gert ráð fyrir að framlag til almanna- og réttaröryggis skuli aukast um 2,8%. Framlag til háskólamenntunar skuli aukast um 7,7%. Framlag til málefna aldraðra skuli aukast um 13,1%. Hafa starfsmenn Ríkisútvarpsins virkilega svona mikil tök á ráðherrum og þingmönnum? Eða getur verið að þingmenn séu þeirrar skoðunar að Ríkisútvarpið skuli vaxa um 23,2% á sama tíma og útgjöld aukist að meðaltali um 13%? Varla.“

Davíð gerir og athugasemdir við forgangsröðunina. „Forgangsröðun ráðherra og þingmanna kemur stundum á óvart. Nefna má að velferðarráðherra lagði allt undir til að fá samþykkt frumvarp um jafnlaunavottun, sem mun hlaða kostnaði á atvinnurekstur í landinu, sennilega án þess að það skili nokkrum árangri.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er fleira sem fundið er að: „Á sama tíma er afgreiðslu frumvarps ráðherrans um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk leyft að frestast. Annað dæmi um forgangsröðun er að finna í fjármálaáætlun fjármálaráðherra til 2022. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlunina má lesa að raunaukning á framlögum til Ríkisútvarpsins eigi að vera 23,2% á gildistíma fjármálaáætlunarinnar.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: