Einar Steingrímsson skrifar á Facebook:
„Er Katrín Jakobsdóttir með krúttafslátt í íslenskum fjölmiðlum? Hún þarf aldrei að svara neinum ágengum spurningum um meðferð ríkisstjórnar hennar á börnum á flótta, þótt eðlilegt sé að telja að hún fari í bága við íslensku barnalögin og Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Hún hefur sloppið ótrúlega vel við óþægilegar spurningar um Landsréttarklúðrið, þótt hún hafi lýst yfir óbeinum stuðningi við framferði Sigríðar Andersen með því að gera hana aftur að dómsmálaráðherra. Og í dag útvarpa allir fjölmiðlar ákalli hennar til heimsbyggðarinnar um aðgerðir, án þess að minnast á aðgerðir hennar eigin flokks, að bæta við sextíu þúsund tonna kolabrennslu á Bakka fyrir fáum árum (auk olíuleitarleyfis á Drekasvæðinu).“