- Advertisement -

Hefur beðið í 43 vikur

Kolbeinn Óttarsson Proppé: „Ég er einfaldur maður, eins og margoft hefur komið fram.“

Guðmundur Ingi Kristinsson:
Við erum eins og hamstrar á hjóli, það er alltaf sama umræðan.

„Þetta er misáhugaverð umræða en ég kem hingað upp til að benda á að nú eru 43 vikur síðan ég óskaði eftir skýrslu frá hæstvirtum menntamálaráðherra um stöðu mála eftir styttingu til stúdentsprófs án þess að hafa fengið svar. Þessi skýrslubeiðni hefur verið flutt tvisvar í þingsal vegna þingskapa, en 43 vikur í eina skýrslu sem hefur að sögn hæstvirtur ráðherra verið unnin allan þennan tíma er helst til mikið í lagt og óska ég liðsinnis forseta,“ sagði Helga Vala Helgadóttir á Alþingi þegar margir þingmenn lýstu vanda sínum um að fá svör við fyrirspurnum til ráðherra. Ráðherrar hika ekki við að fara á svig við þingsköp.

„Mér finnst ég vera að horfa á endurtekið efni aftur og aftur. Við erum eins og hamstrar á hjóli, það er alltaf sama umræðan. Á að svara fyrirspurnum? Við hljótum að geta leyst þetta mál. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hef verið hinum megin, að horfa á svona umræðu í sjónvarpi. Það eina sem ég gerði var að standa upp, slökkva og fara að gera eitthvað annað,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, og bætti við:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við verðum að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll, svara fyrirspurnum og sjá til þess að málum verði lokið. Annars verðum við hérna aftur og aftur. Við gleymum þessu, komum aftur eftir mánuð og byrjum nákvæmlega sama hringinn. Ég held að það sé ekki til að auka virðingu þingsins að við endurtökum þetta eina ferðina enn.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé sagði meðal annars: „Ég er einfaldur maður, eins og margoft hefur komið fram.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: