- Advertisement -

Hefur aldrei verið nappaður

Það er ekki nóg með að Ásmundur Friðriksson, einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, hafi haft rétt fyrir sér þegar hann upplýsti að hann hafi aldrei verið nappaður þegar hann skilaði inn himinháum akstursreikningum vegna aksturs. Hitt er og annað að eftir að upplýstist um óhófið hafa allir aðrir þingmenn, aðrir en Píratar, ýmist þagað þunnu hljóði eða bakkað Ásmund upp og sagst ætla að gera einsog hann.

Það er engin furða að Ámsundur hafi ekki verið nappaður. Það er ekkert eftirlit, ekkert aðhald og í raun er ætlast til að hver og einn þingmaður taki það sem hann vill og hefur geð til.

Það var mikill missir fyrir okkur þegar Brynhildur Pétursdóttir, nú framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hætti þingmennsku. Hún hafði á stuttum þingferli sínum flutt mál á þingi um breytingar á sjálfstölukerfi þingmanna. Auvitað fékkst málið aldrei rætt eða tekið fyrir.

Brynhildur sagði, í viðtali á RÚV, að ekki væri við það unandi að þingmaður geti skutlast eitthvað, tekið í hendina á einum manni, og rukkað þingið um fimmtíu þúsund fyrir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þó hvorki Ásmundur né aðrir þingmenn hafi verið nappaðir þegar þeir virða ekki reglur Alþingis breytir það ekki því að þeir hafa haft rangt við. Það er óþolandi. Bilið milli þings og þjóðar hefur stækkað.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: