Hefðu viðhaldið auðlegðarskatti
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og formaður VG, sagði á Sprengisandi í gær, að núverandi stjórnarflokkar hafi með miskunarlausri stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili rýrt traust Alþingis. Hún sagði þá hafa verið á móti, stundum til þess eins að vera á móti.
Katrín talar hér einnig um ólíka skattastefnu og að hún hefði viljað framlengja gildistíma auðlegðarskattsins og að hann hafi gefið ríkissjóði tíu milljarða króna á ári.