Spillingin er svo yfirgengileg, að manni fallast hendur.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Ef Þorsteinn Már hjá Samherja hefði stolið samloku í Krónunni, hefði hann fengið 60 daga fangelsisdóm. En af því hann hefur stolið svo miklu af auðlindum íslensku þjóðarinnar og af fátækum þjóðum í Afríku og múta þar ráðherrum, þá sleppur hann. Hann hefur engan dóm hlotið og er alveg rólegur á fínu forstjóraskrifstofunni sinni hjá Samherja. Enda á hann svo góðan vin í Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra, stjórnar Bjarna Ben og hefur stjórnvöld í vasanum, líka dómskerfið. Spillingin er svo yfirgengileg, að manni fallast hendur.