- Advertisement -

„Hef sjálfur notað þau rök í vantrauststillögu“

En þau rök sem verið er að nota hér duga ekki og það að þau séu komin hér til afgreiðslu á þinginu ætti að vera okkur ríkt tilefni til þess að taka þennan málaflokk til heildarendurskoðunar.

Bjarni Benediktsson.

„Ég verð að segja að mér þykir þetta vera afar langsótt tilraun sem í mínum huga byggir fyrst og fremst á pólitík, á því að fólk er í grundvallaratriðum pólitískt ósammála áherslum ráðherrans. Mér finnst að það geti alveg verið gild rök. Ég hef sjálfur notað þau rök í vantrauststillögu, að maður sé bara ósammála pólitískri stefnumörkun og maður þurfi bara að kalla fram breytingu. En þau rök sem verið er að nota hér duga ekki og það að þau séu komin hér til afgreiðslu á þinginu ætti að vera okkur ríkt tilefni til þess að taka þennan málaflokk til heildarendurskoðunar, þ.e. verklagið við aðkomu Alþingis að veitingu ríkisborgararéttar. Þá ættu menn að lesa framsöguræðu dómsmálaráðherra þess tíma og hvers vegna verið var að skerpa á skilyrðum þess að fólk gæti fengið ríkisborgararétt frá viðkomandi stofnun og hvaða ástæður voru til þess að önnur mál ættu að koma til þingsins,“ sagði Bjarni Benediktsson um vantraustsyfirlýsingu um vanhæfi Jóns Gunnarssonar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: