Elín Sigurðardóttir skrifaði:
Afi Valdi (Valdi í Silli og Valdi) var stjórnarmaður í Félagi matvörukaupmanna 1930-31. Formaður stjórnar var Guðmundur Jóhannsson (1893-1931). Myndin er af honum. (Sjá Óðinn 1. júlí 1931:72).
Um Guðmund Jóhannsson.
Guðmundur Jóhannsson, f. 6. júní 1893, d. 1. september 1931, (af slysförum). Foreldrar hans voru Jóhann Eyjólfsson, f. 13. janúar 1862 í Sveinatungu, Norðurárdalshr., Mýr., d. 21. desember 1951, óðalsbóndi í Sveinatungu til 1915, og í Brautarholti, Kjalarneshr., Kjós., 1915-1923, alþingismaður 1914-1915, fornsali og bókbindari í Reykjavík frá 1923, og k.h. (frá 1891) Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 1. apríl 1872 á Akranesi, d. 20. febrúar 1934, húsfreyja.
Guðmundur kvæntist (1923) Sigríði Jónsdóttur, f. 8. júní 1916 í Kalastaðakoti, Hvalfjarðarstrandarhr., Borg., d. 29. september 1982, húsfreyju. Þau eignuðust tvö börn: Jón, f. 27. maí 1925, d. 3. júní 2013; og Ingibjörgu, f. 19. desember 1926, d. 30. september 2006. Guðmundur var búfræðingur, kaupmaður á Baldursgötu 39, bæjarfulltrúi og formaður Varðar.
[Ingibjörg giftist Hauki Sveinssyni. Þau eignuðust Svein Rúnar og Óttar Felix].
Íslendingabók; Óðinn 1. júlí 1931:72; Morgunblaðið 2. september 1931:2, og 5. október 1982:38; Austfirðingur 5. september 1931:1.
4. stjórnarfundur Félags matvörukaupmanna (án dags.) var haldinn á skrifstofu Silla & Valda. Þar er skrifað með rithönd VÞ:
Samþykkt var að láta smíða minningarskjöld til minningar um Guðm. heit. Jóhannsson, ennfremur að loka búðum þann dag sem jarðað verður frá kl. 12-4. Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Guðm. Guðjónsson, V. Þórðarson, Halldór R. Gunnarsson, Hjörtur Hjartarson.