Án þess að hafa hlustað á viðtal Egils Helgasonar við Bjarna Benediktsson hefur mér tekist að velja tvær setningar úr viðtalinu. Hærra verður ekki komist.
„Ég er mjög spenntur fyrir því sem bíður manns og hvort ég hef stuðning til þess á eftir að koma i ljós,“ sagði Bjarni.
Þarna færir Bjarni sjálfan sig frá sjálfum sér og gerir sig að manni, eða manns, eða eitthvað á þá leiðina. „…sem bíður manns…“
„Það kostaði blóð, svita og tár að komast til valda. Af hverju í ósköpunum ætti maður að gefa það frá sér hálfu ári áður en lög segja til um?“ sagði Bjarni. Hvaða blóð rann? Eða réttara er að spyrja: Hvers blóð rann? Minna gerir til með svitann. Forvitnilegt er að vita hver grét.