- Advertisement -

Hátekjufólk getur nú sótt peninga til TR

Voru þetta mistök eða var verið að opna fyrir útvalda eins og þingmenn og aðra hálaunamenn þannig að þeir geti fengið 100.000 kr. gefins úr ríkissjóði?

Guðmundur Ingi Kristinsson.
Þarna er verið að búa til enn eina gildruna

„Það sem er enn ljótara við þetta er að nú er búið að opna á að hálaunamenn, eins og þingmenn, ráðherrar og aðrir sem hafa hingað til tekið 533.000 kr. út úr lífeyrissjóði og hafa ekki fengið neitt frá Tryggingastofnun ríkisins, fái þaðan. Ef þeir taka hálfan lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, hálfan frá lífeyrissjóðnum, hvað fá þeir? 150.000 kr. þó að þeir séu með 900.000 kr. úr lífeyrissjóði og 900.000 kr. í laun,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í gær.

Tilefnið var að Guðmundur Ingi var að tala um skerðingar lífeyristekna frá Tryggingastofnun og benti þá að búið er að opna leið fyrir hátekjufólk til að sækja sér peninga til Tryggingastofnunar.

Guðmundur Ingi sagði að 1. janúar sl. hafi á vef Tryggingastofnunar ríkisins verið hægt að sækja um hálfan lífeyri frá lífeyrissjóði og hálfan lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. „Í flestum tilfellum myndum við fagna slíku, en í því tilfelli sem hér um ræðir er ég ekki sáttur vegna þess að þarna er verið að búa til enn eina gildruna, króna á móti krónu, ef viðkomandi einstaklingur er öryrki og hefur verið lítið á vinnumarkaði, kona sem hefur lítið náð í lífeyrissjóði eða annað láglaunafólk, og nær ekki 119.742 kr. fær hann ekki neitt, ekki krónu. Það er bara sagt: Nei, þið fáið ekki að fara inn í kerfið. En ef einn annar fær krónu meira, hvað fær hann þá út úr þessu kerfi? Jú, ef hann fer í 120.000 kr. fær hann 150.000 kr. frá ríkinu, 100.000 kr. eftir skatta.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvernig ætlum við að rökstyðja þetta?“

Að lokum spurð hann: „Hvernig í ósköpunum stendur á þessu í samhengi við það að verið er að skerða örorkulífeyrisþega keðjuverkandi? Voru þetta mistök eða var verið að opna fyrir útvalda eins og þingmenn og aðra hálaunamenn þannig að þeir geti fengið 100.000 kr. gefins úr ríkissjóði? Talað var um það á sínum tíma að það ætti ekki að opna fyrir þá sem ríkir væru inn í lífeyrissjóðina og Tryggingastofnun ríkisins, sérstaklega ekki hana.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: