- Advertisement -

Harpa hinu megin borðsins

Myndin er af Sonju Ýr Þor­bergs­dótt­ur, formanni BSRB, sem finnst ummæli Hörpu óskiljanleg.

Gunnar Smári skrifar:

Í tillögum siðfræðinga um breytta stjórnmálamenningu má meðal annars finna tillögu um að banna stjórnmálamönnum að hoppa úr stjórnmálum yfir borðið í þjónustu hagsmunasamtaka fyrirtækja- og fjármagnseigenda. En hvað með verkalýðshreyfinguna, á hún að setja sér slíkar reglur. Harpa Ólafsdóttir, sem stýrir nú samningum við verkalýðsfélögin fyrir hönd Reykjavíkurborgar var þar til fyrir rúmu ári síðan forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar og hagfræðingur félagsins. Reykjavíkurborg er náttúrlega ekki hagsmunasamtök hinna fáu ríku, heldur lýðræðisvettvangur allra borgarbúa; en það er samt skrítið að sá sem áður samdi fyrir hönd Eflingar um hækkun launa við Reykjavíkurborg skuli nú sitja hinum megin borðsins og verjast kröfum Eflingar og annarra verkalýðsfélaga um hækkun launa og styttingu vinnuvikunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: