Greinar

Harpa er heill hraukur af heimsku og loftköstulum

By Ritstjórn

May 14, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Það er margt ágætt við Hörpu en gallarnir eru líka margir, þeir stærstu eru afleiðing af fádæma heimskulegu upphafi, sem rætur á í svokallaðri einkaframkvæmd sem stjórnvöld halda enn að sé snjöll hugmynd; þegar byggingin blés upp, frá því að vera tónleikasalur yfir í ráðstefnuhöll og allskonar drasl; eitthvað sem enginn var að biðja um. Harpa er þannig minnismerki um samfélagið okkar, heill hraukur af heimsku og loftköstulum hálfsturlaðra manna af sjálfstignun og mikilmennsku, en inn í hrauknum miðjum er botnlaus fegurð og stórkostleg list. Ég veit ekki hvort við losnum nokkru sinni úr þessum örlögum, að þurfa að draga heimskuna alltaf á eftir okkur; það væri svo miklu auðveldara lífið ef við myndum skera á taugina og leifa heimskunni að sökkva til botns. Þá myndi okkur duga tónleikasalur, anddyri, fatahengi og salerni með góðri aðstöðu fyrir listafólk baksviðs. Slíkt hús hefði kostað 1/3 af því sem Harpa hefur kostað og gert sama gagn.