- Advertisement -

Harmsaga og svekkelsi við Hverfisgötu

Ásmundur Helgason veitingamaður á Gráa kettinum hefur kvartað sáran. Eðlilega.

Ekki sér fyrir endann á umrótinu við Hverfisgötu: „Gert er ráð fyrir að neðsti og þar með síðasti hluti götunnar niður að Hafnartorgi verði tekin í gegn í kjölfar þess að framkvæmdum ljúki við stjórnarráðið,“ segir í svari meirihlutans í borginni.

Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins: „Þessar framkvæmdir við Hverfisgötu eru harmsaga. Þarna hafa rekstraraðilar borið skaða af. Gagnvart þessum hópi hefur svo gróflega verið brotið þegar kemur að loforði um samráð. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sínar eigin skilgreiningar sem hafa ekkert að gera við samráð í þeim skilningi. Framkvæmdir á Hverfisgötu hafa aldrei verið unnar með rekstraraðilum þar. Þeir fá ekki einu sinni almennilegar upplýsingar. Þessu fólki hefur aldrei verið boðið að sjálfu ákvörðunarborðinu. Það er ekki að undra að fólk sé svekkt þegar á því er traðkað og yfir það valtað með þessum hætti. Þetta er þeirra upplifun.“

Fulltrúar meirihlutans: „Framkvæmdir við Hverfisgötu stóðust ekki upphaflegar tímaáætlanir en þá var gert ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna í lok ágústmánaðar en minni framkvæmdir og frágangur fyrir gangandi og hjólandi myndi ljúka í septembermánuði. Tafir hafa orðið á opnun götunnar og hefur það gert rekstraraðilum erfitt fyrir. Það er skiljanlegt að umfangsmiklar framkvæmdir geti haft áhrif á rekstur og mikilvægt að tímaáætlanir verktaka standist. Hins vegar er þessi fjárfesting hluti af endurgerð Hverfisgötu sem felur í sér umfangsmikla uppbyggingu íbúða með verslun og þjónustu á jarðhæðum. Gamla Hverfisgata var ekki til mikillar prýði á meðan nýja Hverfisgata verður það sannarlega. Gert er ráð fyrir að neðsti og þar með síðasti hluti götunnar niður að Hafnartorgi verði tekin í gegn í kjölfar þess að framkvæmdum ljúki við stjórnarráðið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: