- Advertisement -

Harmagráturinn í Fréttablaðinu

Stjórnendur margra fyrirtækja, sumra óspennandi, gráta sáran í viðskiptakálfi Fréttablaðsins í dag. Þeir sakna þess að fá ekki meira af sparifé fólks til að sýsla með. Þeir finna að lífeyrissjóðunum sem fá mestan part sparnaðarins. Með misjöfnum árangri.

Ekki kemur á óvart að Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og aðaleigandi Brims, tali skýrar en flestir. Hann segist ánægður með stöðu síns fyrirtækis á markaðnum. Undan engu sé að kvarta. Hann finnur hins vegar að fyrirferð lífeyrissjóðanna.

Guðmundur segir í viðtalinu:

„Allt sparifé landsmanna sogast inn í lífeyrissjóðakerfið. Þar er allur sparnaðurinn í dag og það er áhyggjuefni ef sjóðirnir verða afl í samfélaginu sem þolir enga skoðun,“ segir Guðmundur og nefnir í framhaldinu sölu Gildis lífeyrissjóðs á nær öllum hlut sínum í Brimi í lok sumars.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í tilfelli Brims þá selur Gildi lífeyrissjóður hlutabréf í Brimi fyrir 4.990 miljónir króna án þess að nokkur fái að vita af því. Þetta gerði hann til þess að komast fram hjá eigin reglum vegna þess að ef selt er fyrir 5.000 milljónir eða hærri upphæð þarf samþykki stjórnar Gildis en síðan koma þeir fram og segjast vera með betra siðferði en allir aðrir á markaðinum,“ segir Guðmundur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: