Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrum þingmaður Pírata, skrifar:
Algjörlega málið að láta sýslumann innheimta námslán. Eins og staðan er núna, þá er erfitt að semja við LÍN þar sem þau eru send mjög snemma í lögheimtu. Námslán gjaldfellast á námsmenn sem eiga við mismunandi erfiðleika að stríða. Það eru dæmi um að LÍN hafi gjaldfellt námslán þegar fólk hefur legið á banalegunni í baráttunni við krabbamein, en þar sem innheimtan hafi verið framseld, þá var enginn vilji til þess að semja þegar sá hinn sami hefur náð að komast yfir veikindi sín. Þá er það bara „computer says no“ og viðkomandi réttur reikningurinn, ásamt áföllnum vöxtum og innheimtukostnaði.
Skrif Ástu Guðrúnar birtust á Facebooksíðu hennar.