- Advertisement -

Harðar deilur um 32 nýjar íbúðir

Stjórnmál Hart er tekist á um heimild til að byggja við Skipholt 70, þannig að þar verði byggðar 32 nýjar íbúðir. Bókanir þess vegna voru gerðar á fundi borgarráðs í dag.

Meirihlutinn er hlynntur breytingunum og segir breytingarnar vera í fullu samræmi við þá stefnumörkun sem Aðalskipulag Reykjavíkur setur um þróun byggðar í borginni og nánar til tekið á þessum stað.

„Ýmsar ábendingar hafa komið fram sem komið er til móts við með þeim skilmálum sem uppbyggingunni eru settar. Þá eru ýmsar breytingar sem fylgja uppbyggingunni til að bæta ásýnd húss og lóðar frá núverandi ástandi.“

Sjálfstæðismenn benda á að fjölmargar og réttlátar atugasemdir, einsog þeir orðað það.

„Taka ber tillit til svo einarðra mótmæla og virða rétt þeirra sem búa í nágrenninu. Við samþykktum að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Skipholts 70 og að kanna með þeim hætti viðhorf þeirra sem búa í hverfinu og annarra sem hagsmuna eiga að gæta. Skortur er á litlum íbúðum í borginni en að finna þeim stað á þéttingarreitum getur reynst flókið og kallar á virkt samráð við nærumhverfið.“

Þá telja Sjálfstæðismenn að ekki eigi að bæta við þriðju hæð á húsið. Annarri hæði verður breytt úr skrifstofuhúsi í 14 íbúðir.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hefur einnig áhyggjur og nefndu andstöðui nágranna: „Hins vegar er ljóst að andstaðan í nágrenninu er mikil aðallega vegna skorts á bílastæðum við húsið og hafa þeir sem sækja þjónustu að Skipholti 70 lagt í bílastæði og innkeyrslur á nærliggjandi lóðum í óþökk þeirra sem þar búa og telja þeir að með 26 íbúðum í húsið muni verða algjört öngþveiti í bílastæðamálum. Með þéttingu byggðar koma upp slík vandamál og ekki liggur fyrir hvernig þau verða leyst en slík vandamál eiga ekki að lenda á nágrönnum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: