Þingmaðurinn Haraldur Benediktsson fer á kostum í grein í Mogganum í morgun. Hann veit að flokkur hans er á sprungusvæði. Innanflokksátökin þar hafa aldrei verið meiri. Aldrei. Orkupakkinn er kornið sem fyllti mælinn. Undir ólgar einnig vegna Icesave, Panamaskjalanna og veru Bjarna Benediktssonar þar og fleira og fleira má nefna.
Haraldur reynir nú trix sem hann sjálfur hefur enga trú, og ef ekki er hann eflaust sá einasti eini sem gerir það ekki. Lesum:
„Sú hugmynd er hér sett fram að áskilja það í innleiðingu orkupakka 3 að setja lagaákvæði um að slík tenging verði aðeins með samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu. Sæstrengur og bygging grunntengivirkja fyrir slíka tengingu verði því aðeins að meirihluti landsmanna samþykki það í atkvæðagreiðslu.“
Halli kantu annan? Þjóðaratkvæði segir Haraldur. Eigum við ekki fyrst að fara að vilja þjóðarinnar? Þjóðin gekk til atkvæða um nýja stjórnarskrá og samþykkti. Frá þeim hefur Haraldur, sem og fleiri, gert allt, allt til að koma í veg fyrir vilja þjóðarinnar. Hvorki Haraldi né nokkrum af hans kollegum er treystandi til að fara að vilja þjóðarinnar.
Það þarf að finna annað útspil ef lægja á stórsjóinn í Sjálfstæðisflokknum.
Eitt brot til viðbótar úr grein Haraldar sem birt er í Mogganum í dag.
„Tenging við raforkukerfi annarra landa er afdrifarík. Góð þekking er á hvernig orkureikningar heimila í nágrannalöndum okkar hafa hækkað gríðarlega. Það er von að ótti sé við slíka þróun hér. Tenging um sæstreng er því grundvallarmál og mun því verða forsendubreyting. Það gildir einu þó að sagt sé í opinberri umræðu að Ísland hafi burði til að jafna slíkan kostnað fyrir neytendur – reynslan er önnur.