- Advertisement -

Happafengurinn Halldór Benjamín

Gunnar Smári skrifar:

Vonandi verður Halldór framkvæmdastjóri SA sem allra lengst.

Það sem er áhugaverðast við þetta samtal í Víglínunni er málflutningur Halldórs Benjamíns, sem kemur fram eins og vondi kallinn í James Bond-mynd, úfinn, tinandi og uppfullur af sjálfstignun (reynið að telja hvað hann segir oft „ég“) og lítt duldum hótunum gagnvart fólki. Drífa stendur sig vel, en undarlegur málflutningur Halldórs skyggir á hana, eins og vondi kallinn gerir oft á sviði og á tjaldinu. Ég held að enginn maður hafi gert eins mikið í að afhjúpa grimmd hinn ríku og Halldór Benjamín. Hann er sannkallaður happafengur fyrir okkur sem teljum mikilvægt að fólk skilji hver óvinur almennings er. Vonandi verður Halldór framkvæmdastjóri SA sem allra lengst.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: