Sema Erla Serdaroglu skrifar:
Það er merkilegt að sjá hvernig Hannes talar um fyrrverandi nemanda sinn og síðar kollega innan Háskóla Íslands. Svona orðræða lýsir auðvitað engu öðru en innræti þess sem skrifar og miðað við framferði Hannesar á samfélagsmiðlum að undanförnu held ég að það sé frekar úldið.
Ég hef þó áhyggjur af hugtakaskilningi mannsins þar sem hann talar um umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum í sömu málsgrein og hann viðrar menningarfordóma, íslamófóbíu og kvenfyrirlitningu. Er kannski kominn tími á að minn gamli kennari komi í kennslustund hjá mér?