- Advertisement -

Hannes og hinir hlunkarnir

-  en líklega mun enginn kalla eftir afsökun frá Hannesi, fólk hefur ekki tekið mark á honum á þessari öld

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Merkilegt hvað þessir hlunkar í Sjálfstæðisflokknum vilja mikið að annað fólk biðji þá afsökunar. Hvað með að Hannes og hlunkarnir bæðu sjálfir afsökunar á nýfrjálshyggjunni, einkavæðingu bankanna, tilfærslu á kvótanum til örfárra, lækkun og afnámi á sköttum á hin ríku, slælegu skatteftirliti með tilheyrandi stórþjófnaði hinna efnameiri, aukinni skattheimtu á láglaunafólk og lífeyrisþega, eyðileggingu félagslega húsnæðiskerfsins, húsnæðiskreppunni, Hruninu, niðurbroti velferðar- og heilbrigðiskerfisins svo stór hópur hinna fátækustu neitar sér um læknisþjónustu, ótímabærum dauða fólks vegna þessa og þeirri tilgangslausu þjáningu, fátækt og niðurlægingu sem nýfrjálshyggjan hefur þröngvað á hin verst settu.

En líklega mun enginn kalla eftir afsökun frá Hannesi, fólk hefur ekki tekið mark á honum á þessari öld. Afsökun frá honum er álíka mikils virði og skýrslan sem hann var að skila. Einskis. Hún hefur neikvætt gildi, kostnaðinn við að farga henni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: