- Advertisement -

Hannes næsti rektor Háskóla Íslands?

„Lagaleg staða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur í engu breyst. Eftir sem áður hefur hann fullan rétt á deildarfundum Stjórnmálafræðideildar m.a. atkvæðisrétt og kjörgengi til deildarforseta og varadeildarforseta. Sömuleiðis hefur hann sem prófessor kjörgengi og atkvæðisrétt í rektorskjöri. Ekki er ósennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson verði næsti rektor Háskóla Íslands, skömmu eftir að Ragnar Árnason hefur tekið við sem Seðlabankastjóri.“ Þetta skrifar Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Svanur heldur áfram og skrifar: „Að mínu mati gerir þessi breyting á starfsskyldum Hannesar Hólmsteins hegðun stjórnenda Stjórnmálafræðideildar enn furðulegri en áður. Þeir verðlauna Hannes Hólmstein með því að láta hann kenna skyldunámskeið í stjórnmálafræði eftir að Hæstiréttur Íslands dæmdi hann fyrir stórfellt brot á höfundaréttarlögum (ritstuld). Á þessu er engin breyting gerð. Eftir sem áður skal Hannes Hólmsteinn hafa vald yfir öllum nemendum í stjórnmálafræði. Enginn getur útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands án vottunar Hannesar Hólmsteins prófessors á hæfni þeirra.

Kennarar Stjórnmálafræðideildar hafa semsagt fjarlægt Hannes Hólmstein af deildarfundum sínum vegna hegðunar Hannesar Hólmsteins gagnvart þeim. Eftir sem áður skulu allir nemendur í stjórnmálafræði þola hann og umbera sem kennara sinn í skyldunámskeiði !

Margir erlendir kollegar mínir spyrja í forundran: Er það rétt að dæmdur ritþjófur sé prófessor við Háskóla Íslands?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú get ég svarað með stolti:

„Það er að vísu rétt en honum hefur verið refsað með því að hann er ekki lengur skyldugur til að gegna stjórnunarskyldu og kennsla hans hefur verið minnkuð. Nýjasta rannsóknarverkefni prófessorsins við Háskóla Íslands fékk sömu upphæð, 10 milljónir, og verkefni hans fyrir hið svokallaða Hrun. Þetta er veruleg kjaraskerðing fyrir prófessorinn. Meginkostnaður verkefnisins eru ferðalög til útlanda, gisting og matur erlendis. Réttmætt hefði verið að hækka upphæðina í 20 milljónir til að bæta prófessornum upp gengislækkun íslensku krónunnar í kjölfar Hrunsins. Hinum dæmda prófessor hefur svo sannarlega verið refsað – grimmilega.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: