Greinar

Hannes Hólmsteinn fastur í skítadjobbi

By Ritstjórn

January 22, 2019

Gunnar Smári skifar: Ég var blessunarlega búinn að gleyma að Hannes Hólmsteinn væri til þegar hann rak inn trýnið á þráð á veggnum mínum. Ég renndi þá niður vegginn hans hér á Facebook og sá að hann er enn að launa Bjarna Ben tíu milljónirnar. Það sem Bjarni var að kaupa af Hannesi var ekki skýrslan (sem Bjarni hefur örugglega hent ólesinni) heldur að Hannes héldi áfram rógi sínum, illmælgi og dylgjum um pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins.

Maður finnur til með Hannesi að vera fastur í þessu skítadjobbi. Og Bjarna líka, fyrir að geta ekki keypt betri róg af skárri manni. Hannes kallar Dag borgarstjóra til dæmis ætíð Dagur Bergþóruson Eggertsson Gnarrson. Fyrir hvern er þetta? Eru margir fimm ára í Sjálfstæðisflokknum? Veggurinn hjá Hannesi minnir mig á það þegar við æskufélagarnir fundum kassa með Íslenskri fyndni frá fjórða áratugnum í bílskúr heima hjá vini okkar. Við lásum og lásum og trúðum ekki okkar eigin augum. Var fólk í gamla daga svona tótalí steikt? Hver gat hlegið að þessu? Og þá af hverju? Hvað í sögunni á að vera fyndið? Ég hvet ykkur öll til að lesa vegginn hans Hannesar, þið borguðu fyrir þetta með skattinum ykkar svo þið eigið þetta skuldlaust.