70 milljónir manna eru á flótta í heiminum, meirihlutinn eru börn og unglingar.
Guðmundur Gunnarsson skrifar:
Þessi ummæli eru hreint út sagt óskiljanleg.
Hvað er það sem kynslóð Hannesar Hólmsteins hefur skilað til unga fólksins? Ein helsta ógn mannkynsins er gríðarleg fólksfjölgun. Það hefur leitt til ofnýtingu auðlinda jarðarinnar, bæði á landi og í sjó. Árið 1900 voru um 1500 milljónir manna á jörðinni og hann hefur fimmfaldast á þeim tíma sem kynslóð Hannesar skipulagði málin undir stjórn sérhyggjunnar og hafnaði félagshyggjunni.
Öll umhverfisvandamál heimsins, þar með talin hlýnun jarðarinnar eru afleiðing þessa og græðgi sérhyggjunnar hefur valdið loftmengun, jarðvegsmengun, jarðvegseyðing, plastmengun og nú blasir við skortur á vatni eru víða ógnir við lífverur bæði á landi og í sjó.
Kynslóð Hannesar Hólseins og stefna sérhyggjunnar hefur staðið að því að meira en 60% af öllum auðlindum lands og sjávar eru ofnýttar sen hefur aukið styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti. 70 milljónir manna eru á flótta í heiminum, meirihlutinn eru börn og unglingar.