Fréttir

Hanna Katrín svarar Svandísi

By Ritstjórn

January 14, 2020

Hanna Katrín Friðriksson skrifar:

Gjaldþrota stefna stjórnvalda:Í þessari áhugaverðu frásögn af fundi heilbrigðisráðherra með starfsfólki Landspítala er eftirfarandi haft eftir ráðherra: „Ég var að tala við tvær þingkonur á Sprengisandi í gær og þær töluðu um það að íslenskt heilbrigðiskerfi væri gjaldþrota. Að það væri ónýtt. Ég vil bara skilja það hér eftir að það hvernig talað er, að í því felst líka ábyrgð,“ sagði Svandís.

Ég veit að ráðherra vill að þeir sem ræða heilbrigðismál hafi staðreyndir á hreinu og finn mig m.a. þess vegna knúna til að leiðrétta þessi orð hennar. Ég er sem sagt þingkonan sem notaði orðið „gjaldþrota“. Ég sagði að stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum væri gjaldþrota. Á því er töluverður munur – sem betur fer! Ég stend við þessi orð og óska eftir því að ráðherra afbaki þau ekki í þeirri nauðvörn sem hún stendur nú í.