- Advertisement -

Hanna Birna vill selja hlut í Landsvirkjun

Stjórnmál Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjáflstæðisflokksins og innanríkisráðherra, sagðist í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, vera fullkomlega sammála Bjarna Benedtikssyni, formanni flokksins og fjármálaráðherra, að til greina komi að selja hlut í Landsvirkjun.

„Bjarni Benediktsson var að varpa fram hugmynd um það, og til umræðu, hvort ætti að hleypa lífeyrissjóðunum að Landsvirkjun, bæði til að koma á móts við þörf ríkissjóðs og til að koma á móts við þarfir lífeyrissjóðanna.“

Styður þú það?

„Ég styð það. Ég er sammála Bjarna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Munt þú berjast fyrir því innan ríkisstjórnarinnar?

„Bjarni Benediktsson er að gera það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur írerkað rætt á sínum landsfundum.  Bjarni hefur ítrekað sagt, og ég líka, að við viljum skoða ákveðnar leiðir, en það þýðir ekki að við ætlum að einkavæða Landsvirkjun.“

Svandís Svavarsdóttir undraði sig á orðum Bjarna um sölu í Landsvirkun og minntist á viðbrögð Eyglóar Harðardóttur vegna orða Bjarna, en Eygló þvertók fyrir að samstaða myndi verða innan ríkisstjórnarinnar um sölu á hlut í Landsvirkjun.

„Það er þannig að við fáum að vera áfram í Sjálfstæðisflokknum og þau í Framsóknarflokknum,“ sagði Hanna Birna. „Það sem formaður Sjálfsæðisflokksins sagði á ekki að koma neinum á óvart.“

Það kom Framsóknarflokknum á óvart.

„Þeir eru ekki í sama flokki og við,“ sagði Hanna Birna,

Óttar Proppé sagði skýrt að Björt framtíð muni ekki styðja einkavæðingu Landsvirkjunar.

Hér er samtalskaflinn sem þetta var rætt í þættinum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: