Fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur óskað eftir fresti til að koma að frekari sjónarmiðum í tilefni af þeirri frumkvæðisathugun sem umboðsmaður Alþingis hefur unnið að á samskiptum hennar og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.
Umboðsmaður hefur fallist á þessa beiðni og veitt henni frest til 8. janúar nk.
Kemur þetta fram á heimasíðu Umboðsmanns.