Sprengisandur Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, sagði í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, að hún hafi samþykkt að moska yrði byggð í Sogamýri.
„Ég skil ekki hvernig þetta getur verið stórkostleg vandamál eða viðfangsefni.“ Var það það nokkuð fyrr en Framsóknarflokkurinn gerði það að kosningamáli?
„Nei, kannski ekki. Ég var í borgarstjórn og samþykkti þetta og ég samþykkti líka að önnur trúfélög fengju að iðka sína trú hér. Og mér finnst ekkert að því. Ég er kristinn en er umburðarlynd fyrir viðhorfum annarra. Mér finnst að fólk eigi að hafa frelsi til að velja sér trú og sitt líf.“