- Advertisement -

Hann bað um að fá að vera ráðherra barnaverndar

ÁED: „…þá hvet ég hann til að flytja vantraust á ráðherrann.“

„Ásmundur Einar Daðason bað um að fá að kalla sjálfan sig barnamálaráðherra. Hann bað um að fá að vera ráðherra barnaverndar. Ríkisstjórnin treysti honum fyrir því að vera ráðherra barnaverndar og forseti Íslands fól honum valdið til þess að vera ráðherra barnaverndar. Það segir í forsetaúrskurðinum, þar sem hæstvirtur ráðherra Ásmundi Einari Daðasyni er falið það vald, að hann beri ábyrgð á því og hafi valdið til að sinna barnavernd og fara með málefni Barnaverndarstofu,“ sagði Jón Þór Ólafsson Pírati ósáttur með frammistöðu Ásmundar Einars.

„Landslög segja að það sem sé barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang, líka þegar ráðherra barnaverndarmála geri ráðstafanir sem varða börn,“ sagði Jón Þór.

Síðan þau lög voru sett hefur yfir 300 börnum verið vísað úr landi án þess að yfirvöld viti hvað verður um þau. Hæstvirtur barnaverndarráðherra veit ekki hvað varð um þessi börn sem hann er lögbundinn til að vernda. Ef hann vill ekki beita því valdi sem hann hefur til að vernda börn án mismununar, óháð stöðu foreldra, þá á hann að leyfa öðrum ráðherra með forsetaúrskurði að taka yfir þetta svið Barnaverndar. Ef hann vanrækir það að nota valdheimild sína sem ráðherra til að vernda börnin en neitar samt að segja sig frá því verkefni, svo að aðrir geti verndað börn, hvað er hann þá? Hvað heitir maður sem tekur sér vald til að vernda börn en notar það ekki? Ég spyr ráðherrann fyrst þessarar spurningar.

„Ég vil þakka háttvirtum þingmanni fyrir þessa fyrirspurn og er mjög stoltur af því að vera barnamálaráðherra og mjög stoltur af þeim breytingum sem við erum að vinna að í barnaverndarkerfinu þegar kemur að börnum heilt yfir,“ sagði Ásmundur Einar.

„En það er hins vegar svo að þessu verður ekki breytt á einni nóttu. Það er líka þannig að þegar við nálgumst þennan málaflokk þá þurfum við heilt yfir alls staðar að huga meira að málefnum barna. Það munum við sjá í heildarlöggjöf sem verið er að vinna að í samstarfi við alla flokka og fer vonandi í samráðsgátt á næstu vikum sem mun kalla á umfangsmiklar lagabreytingar, m.a. á barnaverndarlögum til að styrkja þau í sessi. Ef þingmaðurinn treystir ekki þeim sem hér stendur til að vinna áfram að þessari vinnu þá hvet ég hann til að flytja vantraust á ráðherrann.“

„Það þarf ekkert að lýsa vantrausti á ráðherra, við vitum alveg hvað það leikrit myndi þýða hér,“ svaraði Jón Þór Ólafsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: