Fyrir ekki mörgum dögum hóuðu húsbændurnir í Borgartúni 35, húsi atvinnulífsins, í fulltrúa valinna flokka á opinn fund. Þar stigu fundarboðendurnir á stokk hver af öðrum og pumpuðu frambjóðendurna um hvað þeir ætli að gera til að styrkja stöðu þeirra best settu.
Svörin voru eflaust mörg og sum hver hittu í mark, annað er óhugsandi. Ekki var öllum boðið. Inga Sæland hefur bent á að Flokki fólksins var ekki boðið og ekki var Sósíalistaflokknum boðið. Enda átti sá flokkur sennilega ekkert erindi inn á samkomu þessa.
Innan Borgartúns 35 eru margir sem splæsa, splæsa á flokka og frambjóðendur. Þau minntu á sig á fundinum. Töluðu gegn regluverki, gegn launaleiðréttingum og svo framvegis. Öllu því sem þvælist fyrir auðsöfnuninni.
Ekki er ástæða til að efast um að þar er innan um var fólk sem á inni hjá framjóðendum, frambjóðendum eða framboðum, sem hafa þegið ótæpilega úr lófa þeirra ríkustu.
Því er víst óvíst hvort til fundarins hafi verið boðað af hugsjón eða hvort handrukkarar þeirra ríkustu starfi nú fyrir opnum tjöldum, á opnum fundi.
Það er orðinn tíðarandi hér, s.s. skipun fyrrverandi stjórnarformanns Samherja í stöðu sjávarútvesráðherra. Þar er engu leynt.
-sme