Stjórnmál

Handboltinn er misdýr

By Sigrún Erna Geirsdóttir

October 01, 2014

Miklu getur munað hvað kostar fyrir börn að æfa handbolta. ASÍ kannaði verð hjá sextán fjölmennustu handboltafélögum landsins. Mestur er verðmunurinn í 6. flokki, eða 144 prósent. Í 6. flokki, sem er flokkur 10-11 ára, er dýrasta árgjaldið 66.000 kr. hjá Fjölni og ÍR en ódýrasta gjaldið er 27.000 kr. hjá Umf. Selfoss sem er 39.000 kr. verðmunur. Ellefu félög hækkuðu árgjöldin fyrir 6. flokk miðað við í fyrra og var mesta hækkunin hjá Fjölni sem hækkaði úr 55.000 kr. í 66.000 kr. eða um 20%. KA kom þar á eftir með hækkun úr 37.000 kr. í 42.000 kr. eða um 14%. Íþróttafélagið Haukar lækkaði hins vegar árgjaldið úr 51.000 kr. í 46.000 kr. sem er 5% lækkun á milli ára.

Sjá nánar hér.