Fréttir

Hamborgarafabrikkan tapaði fyrir Ísfabrikkunni

By Miðjan

May 11, 2017

Eigendur Hamborgarafabrikkunnar kvörtuðu til Neytendastofu og vildu að öðru félagi yrði gert óheimilt að nota nafnið Ísfabikkan. Hamborgarafabrikkan tapaði málinu.

Í niðurstöðum Neytendastofu er um það fjallað að auðkenni verði að hafa sérkenni til þess að njóta verndar því fyrirtækjum verði ekki bannað að nota almenn orð eða orð sem eru lýsandi fyrir starfsemina. Einnig er tekið fram að við mat á ruglingshættu sé litið til þess hvort málsaðilar séu í samkeppni og hvort þeir séu á sama markaðssvæði. Neytendastofa taldi að nokkur munur væri á auðkennum fyrirtækjanna og að myndmerki þeirra væru ólík. Það voru því ekki talin slík líkindi með auðkennum félaganna að það gæti valdið ruglingi og var vísað til þess veigamikla munar á starfsemi aðilanna að Nautafélagið starfar í Reykjavík en Gjóna í Þrastarlundi á Selfossi.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunarinnar.