Mannlíf

Hámarksgreiðslur úr Ábyrðasjóði launa hækka!

By Miðjan

July 07, 2024

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgeinasambandsins og VLFA, skrifar:

Það sannast enn og aftur hversu mikilvæg íslensk verkalýðshreyfing er til að gæta og tryggja hagsmuni launafólks.

En eitt af okkar baráttumálum í síðustu kjarasamningum við stjórnvöld var að hækka þyrfti hámarksupphæð frá Ábyrgðarsjóði launa en hún hafði verið óbreytt frá árinu 2017 í 633 þúsundum vegna vangöldina launa við gjaldþrot fyrirtækja.

Það náðist í gegn samhliða síðustu samningum og fór sú upphæð úr 633 þúsundum í 850 þúsund á mánuði og vegna orlofslauna hækkaði hámarksupphæðin úr einni milljón í rúma 1,3 milljónir.

Það er jákvætt að þetta náðist í gegn og mun ugglaust koma starfsmönnum Skagans 3 X til góða.