- Advertisement -

„Halló heyrum við í henni?!?“

Logi Einarsson skrifar:

Hún er áhrifamikil og því miður sorgleg þessi frásögn Margrétar Lilju.

Hún ræðir á opinskáan hátt hluti sem eru til skammar í samfélaginu. Af því tilefni sagði ég þessi orð á Alþingi í dag:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Margrét Lilja er 22 ára ung kona sem stundar háskólanám í félagsfræði.
Hún er í hjólastól.
Margrét Lilja er rétt eins og annað ungt fólk; á sína drauma og þrár Ung kona í blóma lífsins, sem vill ekki vera í hjólastól en er það nú samt – á engan annan kost. og rekst daglega í veggi í samfélagi sem kallar sig á hátíðarstundum, réttlátasta og jafnasta ríki veraldar.

Frásögnin ber yfirskriftina Halló, heyrirðu í mér?

Samt lesum við af dæmum sem eru fullkomlega óboðleg og reiknast af tvennu illu frekar sem hirðuleysi af okkar hálfu frekar en mannvonska.

Þar skírskotar hún til fordóma, þöggunar, skeytingarleysis og bjargarleysi sem öryrkjar eru látnir glíma við í daglegu lífi.

Margt af því er óþarfi, sem stafar ýmist af hugsunarleysi, metnaðarleysi, skilningsleysi; skorti af orðheldni okkar sem störfum í stjórnmálum.

Ég ætla ekki að reyna að telja allar þær ræður sem við höfum flutt hér á þingi um þessi mál og flest virðumst við vera á einu máli!

Samt lesum við af dæmum sem eru fullkomlega óboðleg og reiknast af tvennu illu frekar sem hirðuleysi af okkar hálfu frekar en mannvonska.

Stjórnmálamönnum eru auðvitað takmörk sett: Við getum ekki komið í veg fyrir að fólk veikist, verði dapurt eða líði stundum illa – en það er á okkar færi að skapa aðstæður sem geri öllum mögulegt að lifa með reisn og vera stolt.

Að allir geti elt drauma sína – tekið þátt í daglegu lífi – skemmt sér – stundað nám, án þess að sífellt sé verið að bregða fyrir þá fæti eða beinlínis hindra fólk og útiloka, hvort heldur vegna ómanneskjulegra reglna lánasjóðsins eða af hreinu skeytingarleysi.

Ég spyr því háttvirta þingmenn fyrir hönd þessarar ungu kjarkmiklu konu: Halló heyrum við í henni?!?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: