Fallega barnsleg er aðdáun Óla Björns á Bjarna Ben.
„Á sviði heilbrigðismála höfum við Íslendingar eignast leiðtoga í baráttunni við COVID-19. Íslenskt samfélag, – atvinnulífið og heimilin – þarf sterka leiðtoga á hálu svelli stjórnmála og efnahagsmála,“ skrifar þingmaðurinn í Moggann.
Það er ekkert annað. Bjarni er, að mati Óla, leiðtogi veirunnar illu.
„Ég ætla að lýsa því yfir hér að ég hef trú á því að mestu mistökin sem við gætum gert hér í þinginu væri að ganga allt of skammt. Það væri betra fyrir okkur að nýta þá góðu stöðu sem við búum yfir til að gera rétt rúmlega það sem þarf vegna þess að sameiginlega tjónið af því að gera of lítið of seint getur orðið miklu meira en tilkostnaðurinn af því að gera aðeins of mikið,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í sérstökum umræðum í liðinni viku um aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum vegna veirufaraldurs.
Aðeins leiðtogi sem hefur safnað korni í hlöðurnar í góðæri hefur efni á að tala með þessum hætti.“
Óli lætur sem hann viti ekki að Bjarni var ekki einn að verki. Ferðaþjónustan skipti auðvitað miklu meira máli en Bjarni þegar safnað var korni í hlöðurnar. Og víst er að kornið hefði safnast saman þó Bjarni hefði enn verið viðskiptamaður, eða bara eitthvað allt annað.