Fréttir

Halldór segir Klaustursupptökurnar hafa voru klipptar til

By Miðjan

January 18, 2019

Séra Halldór Gunnarsson, fyrrum sóknarprestur í Holti og fyrru áhrifamaður í Flokki fólksins, er ekki sáttur með skrif Ingu Sæland sem Miðjan greindi frá í gær. Séra Halldór er ósáttur með þróun mála, einkum að þingmennirnir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson hafi verið reknir úr flokknum.

Þá finnur hann mjög að því að Inga formaður flokksins skuli samtímis hafa verið gjaldkeri.

„…hvernig Karl Gauti Hjalta­son hefði aft­ur og aft­ur gagn­rýnt fjár­mála­stjórn henn­ar í áheyrn henn­ar og því hefðu þau fáu orð tek­in upp eft­ir hon­um á barn­um, átt að vera henni skilj­an­leg. Eng­in orð gegn henni voru sögð af dr. Ólafi Ísleifs­syni, frem­ur að hann lagði henni gott til í þess­ari ólög­legu, sam­an­settu upp­töku, sem tók átta daga að vinna úr og koma á fram­færi við tvö dag­blöð.“

Segir í grein séra Halldórs sem birt er í Mogganum í dag. Blaðið er sem vígvöllur ósættis í Flokki flokksins.

Ekki er víst hvaða dagblöð séra Halldór á við, þar sem á Íslandi eru aðeins gefin út tö dagblöð, Mogginn og Fréttablaðið. Upptökurnar, sem hann segir að hafi verið klipptar til og tekur þar undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, birtust á dv.is, stundin.is og á kvennabladid.is.

Á öðrum stað í greininni segir séra Halldór: „Það eitt að hún skilji ekki að formaður stjórn­mála­flokks geti ekki látið kjósa sig gjald­kera flokks­ins og verið með prókúru flokks­ins, seg­ir allt um hæfi henn­ar og skiln­ing á meðferð reikn­ings­halds.“

Séra Halldór er greinilega ekki hrifinn af núverandi tveggja manna þingflokki Flokks fólksins. Hann skrifar: „Uppistaða grein­ar Ingu Sæ­land er rétt­læt­ing henn­ar fyr­ir að hafa rekið tvo þing­menn flokks­ins, þá þing­menn sem báru uppi mál­efn­astarf þing­flokks­ins, fluttu ræður með rök­um, en ekki upp­hróp­un­um, létu vinna skýrsl­ur og lögðu fram fyr­ir­spurn­ir til ráðherra til und­ir­bún­ings fyr­ir flutn­ing mála.“