„Sjálfstæðisflokkurinn nær árangri með því að vera heill og óskiptur. Bjarni Benediktsson hefur í orði og verki sýnt vilja og metnað til þess að ná fram stefnumálum flokksins, eins og um var samið í stjórnarsáttmálanum. Reynslan sýnir að hann er maður til að leiða þá vinnu og hvikar hvergi. Honum er styrkur að því að geta reitt sig á stuðning sjálfstæðismanna. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði. Af því að ég treysti Bjarna Benediktssyni. Og þess vegna kýs ég Bjarna Benediktsson,“ skrifar ráðherrann fyrrverandi, Halldór Blöndal, í Mogga dagsins.
Halldór sendir Guðlaugi Þór létta pillu:
„Guðlaugur Þór leggur ofurkapp á að verða formaður Sjálfstæðisflokksins og fella Bjarna Benediktsson. Hann segist vera maður til að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins en ef horft er til síðustu alþingiskosninga í kjördæmi Guðlaugs þá fékk hann 20,9% atkvæða og tapaði manni. Í kjördæmi Bjarna Benediktssonar, suðvesturkjördæmi, var Sjálfstæðisflokkurinn sterkastur með yfir 30% atkvæða og fjóra þingmenn.“