- Advertisement -

Halldór biður launþega um skilning

- segir fyrirtækin ekki ráða við þær launahækkanir sem krafist verður.

„Á sama tíma og verka­lýðsfé­lög­in eru að kalla eft­ir ábyrgð at­vinnu­lífs­ins og skiln­ingi á stöðu þeirra sem lægst hafa laun­in, þá virðast mörg þeirra vera að sýna tak­markaðan skiln­ing á stöðu fyr­ir­tækj­anna, sem fé­lags­menn verka­lýðsfé­lag­anna starfa hjá. Það er vit­an­lega um­hugs­un­ar­efni fyr­ir okk­ur öll, ef verka­lýðsfé­lög­in ætla að fara fram með þess­um hætti og sýna þar með tak­markaða ábyrgð í at­vinnu­líf­inu,“ sagði Hall­dór Benja­mín í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær, þegar hann var spurður um álit SA á ný­fram­kom­inni kröfu­gerð Fram­sýn­ar í viðtali sem birt er í Mogga dagsins.

„Við hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins von­um heils­hug­ar, að kröf­ur þeirra verka­lýðsfé­laga, sem munu leiða þær kjaraviðræður sem fram undan eru verði í meira sam­ræmi við raun­veru­leik­ann, en þess­ar kröf­ur Fram­sýn­ar eru,“ sagði Hall­dór jafn­framt.

Ákall Halldórs Benjamíns til launþega er skýrt. Hann vill að láglaunafólk finni til með fyrirtækjunum í landinu. Hann segir að farið verði að kröfum Framsýnar færi allt á verri veg.

„Ef við heim­fær­um hvað þessi kröfu­gerð Fram­sýn­ar myndi þýða fyr­ir fyr­ir­tæk­in í land­inu, þá væru fyr­ir­tæk­in að taka á sig 200 til 300 millj­arða hækk­un launa­kostnaðar á ári. Það sér hver maður í hendi sér, að slíkt myndi bara leiða til rangr­ar niður­stöðu fyr­ir alla og valda öll­um tjóni. Þessi nálg­un hef­ur ein­fald­lega gengið sér til húðar,“ sagði Hall­dór Benja­mín enn fremur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann rökstyður ekki útreikninga sína.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: