- Advertisement -

Halldór Benjamín snýr nefinu upp í loft

Verði Halldóri Benjamín að góðu. Búmerangið fær hann beint í hausinn þrátt fyrir allan sinn auð og tengsl við stjórnvöld.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Þetta mun koma eins og búmerang í andlitið á helsta andstæðingi hinna vinnandi stétta, Halldóri Benjamín Þorbergssyni. En hann virðist halda að endurskoðun á löggjöfinni um stéttarfélög og vinnudeilur muni verða atvinnurekendum í hag og muni sanna það að Icelandair hafi á enga hátt gerst saknæmt í framgöngu sinni við flugfreyjur/þjóna. Heldur Halldór Benjamín í alvöru að styrkur verkalýðshreyfingarinnar muni veikjast við endurskoðun löggjafarinnar? Hann virðist ekki fatta að það eru um 200 þúsund manns á Íslandi í stéttarfélögunum. Og eina krafan er að styrkja mátt verkalýðshreyfingarinnar og endurreisnin þegar hafin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er svo sem í takt við allt.

Þrátt fyrir smæð atvinnurekenda í samburði við fjölda fólks í stéttarfélögum, þá hafa þeir ótrúlega mikill völd í formi auðs og tengsla við stjórnvöld, ráðherra og þingmenn. Þess vegna snýr Halldór Benjamín nefinu upp í loft og telur að samtök atvinnurekenda eigi rétt á að hafa yfirburðastöðu á vinnumarkaði og stjórna lífeyrissjóðum launafólks. Það hefur komið skýrt fram núna, þar sem Samtök atvinnurekenda furða sig á því að einhver mótmæli því að lífeyrissjóðirnir setji meiri peninga í fyrirtæki eins og Icelandair sem er á heljarþröm og galið að nota sjóði almennings til að reyna að halda því við. Og það er svo sem í takt við allt að Halldór Benjamín hóti að setja þá miklu fjármuni sem liggja hjá atvinnurekendum til að brjóta á bak aftur samningsfrelsi launafólks og nota færustu og dýrustu lögfræðinga landsins til að mylja niður verkalýðshreyfinguna í máli sem hún nú hefur vísað til félagsdóms vegna framferði Icelandair í vinnudeilum.

Verði Halldóri Benjamín að góðu. Búmerangið fær hann beint í hausinn þrátt fyrir allan sinn auð og tengsl við stjórnvöld.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: