Halldór Benjamín Þorbergsson, og hans fólk á aðalskrifstofu Samtaka atvinnulífsins, neyddust til að bíta í afar súrt epli. Þau höfðu séð sér og sínum leik á borði. Mátu stöðuna þannig að heimilt væri að segja upp starfsfólki á ríkisins kostnað. Að þau mættu brúka hlutabótaleiðina til að koma kostnaði af uppsögnum yfir á ríkið. Það má bara ekki.
Halldór Benjamín og hans fólk hafði gefið út rangar leiðbeiningar.
„Lögin eru ekki fullkomlega skýr og túlkun þeirra getur verið vafaatriði. Vinnumálastofnun hefur gefið út þá ákvörðun sína að þau muni ekki greiða út hlutabætur til þeirra sem eru á uppsagnarfresti. Barna- og félagsmálaráðherra hefur líka lýst þessu yfir. SA hafa ekki úrskurðarvald um það. Þar af leiðandi lít ég svo á að þeim óskýrleika sem mátti finna í þessum lögum hafi verið eytt,“ segir Halldór í Mogga dagsins. Búið er að skrúfa fyrir þennan krana sjálfstökunnar.
-sme